Búfesti vill sinna vel viðhaldi fasteigna sinna. Viðhaldsáætlanir eru gerðar og yfirfarnar reglulega, amk einu sinni á ári í samræmi við ástand og aldur bygginga. Mikilvægt er að hafa þá reglu í huga, að ávallt skal skila íbúð í sambærilegu ástandi og tekið var við henni að teknu tilliti til aldurs og eðlilegs slits.
Ytra viðhald og viðhaldssjóður
Ytra viðhald er á ábyrgð Búfesti. Amk ár hvert eru viðhaldsáætlanir uppfærðar í samræmi við aldur og ástand bygginga.
Ytri viðhaldssjóður stendur straum af eftirfarandi meginviðhaldsþáttum:
Ef skemmdir verða á íbúð vegna utanaðkomandi leka greiðir viðhaldssjóður viðgerðina. Sama gildir um leka á baði og eldhúsi nema hann sé vegna vanrækslu íbúa eða leka sem tryggingarfélag bætir.
Innra viðhald og viðhaldssjóður
Innra viðhald er almennt á ábyrgð búseturéttarhafa (íbúa). Honum ber að ganga vel um eignina og tilkynna skrifstofu Búfesti ef bilana eða tjóns verður vart. Hafa samband. Meginreglan er sú að búseturéttarhafi tekur við íbúð sinni í lagi og skilar henni í lagi.
Innri viðhaldssjóður stendur straum af eftirfarandi meginviðhaldsþáttum:
Búseturéttarhafi greiðir eftirfarandi þætti í innra viðhaldi:
Ekki er hér um tæmandi upptalningu að ræða
ATH- Efnisval, verktakar og val tækjar er háð samþykki Búfesti
Endurnýjun eða endurbætur á íbúð
Allar meiriháttar breytingar á íbúðum eru háðar fyrirfram samþykki félagsins. Dæmi um meiriháttar breytingar eru gólfefnaskipti, innréttingar og innihurðar.
Búseturétthafar geta sótt um þátttöku í innri viðhaldssjóð þegar endurbætur eru fyrirhugaðar. Stærri verk skulu unnin af starfsmönnum Búfesti eða viðurkenndum fagmönnum og skrifa þeir upp á verkið. Framkvæmdaráð Búfesti fer reglulega yfir beiðnir og forgangsraðar.
Beiðnir um allar stærri breytingar á búsetaréttaríbúðum þurfa að berast skrifstofu á netfangið bufesti@bufesti.is.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu félagsins.
Viðhaldsþjónusta
Óski búsetuhafi eftir aðstoð við viðhald greiðir viðkomandi hóflegt gjald fyrir það sem fellur ekki undir ytri eða innri viðhaldssjóð félagsins, sjá verðskrá.
Dæmi um þjónustu sem fellur undir þetta er hreinsun á vatnslás, endurnýjun á þéttilistum í gluggum, ljósaskipti ofl. Allar beiðnir um viðhald skulu berast á bufesti@bufesti.is eða í gegnum heimasíðu okkar.
Íbúum er skylt að tilkynna í tölvupósti/skriflega til Búfesti tjón og/eða skemmdir á fasteigninni sem þeir verða varir við eða valda. Sérstaklega er mikilvægt að kalla til aðstoð ef um leka er að ræða eða annað tjón sem veldur skaða. Vanræksla íbúa getur skapað honum skaðabótaskyldu ef ekki er brugðist við.
Gjald í viðhaldssjóð
Íbúar greiða mánaðarlega ákveðið gjald í viðhaldssjóð. Sjóðurinn er samtryggingarsjóður og er ekki séreign búseturétthafa. Aðalfundur ákvarðar gjald í viðhaldssjóð ár hvert.